Hafðu samband

466 1250

treverk@treverk.is

logo
01 Oct, 2022
Þann 1. október 2022 eru 60 ár liðin frá því Tréverk ehf. var stofnað. Á þessum sex áratugum hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er ekki ofsögum sagt að vöxtur þess og viðgangur sé samofinn sögu Dalvíkurbyggðar. Þar hefur frá upphafi verið þungamiðja fyrirtækisins en á síðari árum hefur það einnig tekið að sér stór verkefni í nágrannabyggðum. Mikill meirihluta verkefna Tréverks frá stofnun fyrirtækisins hefur verið á Norðurlandi, frá Fljótum og austur í Þingeyjarsýslur, en einnig má nefna viðamikil verkefni austur á Reyðarfirði.
28 Mar, 2022
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn hittust í kaffinu til að fagna afmæli Tréverks og gerðu kökunum góð skil.
16 Apr, 2021
Tréverk hefur lokið uppsteypu á sökklum fyrir nýja verslun Húsasmiðjunnar við Freyjunes á Akureyri. Á næstu vikum verður reist glæsilegt verslunarhúsnæði ofan á þessa sökkla.
21 Dec, 2018
Nú á dögunum lét Óskar Pálmason af störfum hjá Tréverki eftir rúmlega 53 ára starf. Á þeim tíma hefur hann að einhverju leyti komið að byggingu eða viðhaldi meirihluta af húsnæði í Dalvíkurbyggð. Boðið var upp á tertu í tilefni dagsins og fékk Óskar að sjálfsögðu að skera fyrstu sneiðina.  Tréverk ehf þakkar Óskari fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
19 Dec, 2018
Það er af sem áður var. Blíðviðrið notað til að steypa allar þrjár botnplöturnar í Hringtúni
10 Mar, 2018
Sundlaug Dalvíkur Föstudaginn 10 mars skrifuðu Björn Friðþjófsson, fyrir hönd Tréverks ehf og Bjarni Th. Bjarnason, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, undir samning um viðgerðir og endurbætur á Sundlaug Dalvíkur. Verkið hefst 27 mars n.k. og áætluð verklok eru 18 júlí. 
03 Aug, 2014
Gaman er að skoða þessar myndir og má sjá á mörgum þeirra að sumt hefur lítið breyst.
02 Aug, 2014
Uppsteypu á 10 íbúðar húsi sem Tréverk er með í byggingu þessa daganna fer nú senn að ljúka. Húsið er farið að taka flotta mynd á sig og gengur verkefnið vel. Vinna við glugga og þak er svo næst á dagskrá þegar steypuvinnan er mest öll frá. Áætlað er að íbúðirnar séu klárar til afhendingu í lok þessa árs. Íbúðirnar eru til sölu á flottu verði. Við bendum fólki á að afla sér nánari upplýsinga hjá Fasteignasölunni Byggð.
01 Aug, 2014
Undanfarandi vikur hafa framkvæmdir á Deplum í Fljótum gengið vel þrátt fyrir mikinn snjóalög. Verið er að byggja upp húsnæði fyrir ferðaþjónustu með áherslu á ýmiskonar útivist. Uppsteypa á millibyggingu og frágangur þaks er að mestu lokið og búið er að steypa sökkul undir nýtt gistihús. Á næstu vikum verðu timburhús reist á sökklinum og frágangur innanhús í því húsi hefst þegar búið er að loka húsinu. Áætlað er að halda áfram uppbyggingu á þessum svæði næsta sumar og svæðið verði fullbyggt snemma árs 2015.
31 Jul, 2014
Samið hefur verið við Tréverk ehf. um að stækka skólahúsnæði við Norðurgötu 10 á Siglufirði. Byggingin er tveggja hæða steinsteypt hús, samtals 465 fermetrar. Framkvæmdir hefjast í byrjun febrúar og eru áætluð verklok 15. Ágúst 2014. Til þess að það gangi upp þurfa aðstæður að vera góðar í vetur því uppsteypa þarf að fara fram núna yfir vetrarmánuðina og verkið þarf að vinnast nokkuð hratt og örugglega. Það eru ár og dagar síðan tveir byggingakranar hafa verið á lofti á Siglufirði, en eins og komið hefur fram í fréttum eru framkvæmdir hafnar við byggingu 70 herbergja hótels á Siglufirði og eru það fyrst og fremst heimamenn sem koma að því verkefni.
Share by: