466 1250
treverk@treverk.is
Á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið atkvæðamikið í sínu fagi og skilað af sér af fjöldamörgum byggingum og kennileitum sem setja sterkan svip á umhverfi sitt í Eyjafirðinum.
Skrifstofa og trésmíðaverkstæði Tréverks er við Grundargötu á Dalvík.
Tréverk er opinberlega stofnað þann 1. október árið 1962 af fimm hluthöfum sem allir höfðu áður starfað sjálfstætt sem trésmiðir. Þeir voru Aðalberg Pétursson, Bragi Jónsson, Hallgrímur Antonsson, Ingólfur Jónsson og Sveinn Jónsson. Sveinn var í eigendahóp félagsins til 2017, lengst allra.
Þrátt fyrir langan lífaldur fyrirtæksins þá hafa eingöngu starfað hjá því þrír framkvæmdastjórar. Sá fyrsti var fyrrnefndur Ingólfur Jónsson sem gengdi hlutverki sínu allt fram til ársins 1981. Þetta sama ár urðu breytingar á eignarhaldi og við stöðunni tók Bragi Jónsson sem sinnti henni til ársins 1989. Síðan þá hefur Björn Friðþjófsson sinnt framkvæmdastjórn Tréverks og gert fyrirtækið að mjög eftirsóttum vinnustað með góðum vinnuanda. Starfsmannafjöldinn telur um 40 manna samstilltan hóp húsasmíðameistara, húsasmiða og verkamanna sem margir hverjir hafa tekið þátt í starfseminni um áratuga skeið.
Í dag eru hluthafar í Tréverki sex talsins, en þeir eru Björn Friðþjófsson, Guðmundur Ingvarsson, Hafþór Gunnarsson, Ívar Örn Vignisson, Kristján Elí Örnólfsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.
Tréverk hefur alveg frá upphafi tekið að sér nýbyggingasmíð á útboðsmarkaði ásamt breytingum og viðhaldi á eldri fasteignum. Jafnframt hefur fyrirtækið byggt íbúðir á eigin reikning og rekið trésmíðaverkstæði í höfuðtöðvum fyrirtækisins að Grundargötu 8-10. Starfsemin hefur verið mjög farsæl í gegnum árin, enda reksturinn farið fram á sömu kennitölunni alveg frá upphafi. Tréverk hefur ávallt reynt að þekkja sín takmörk, sniðið sér stakk eftir vexti og eingöngu tekist á við þau verk sem henta fyrirtækinu hverju sinni.
Fyrsta stóra verkefnið á sjöunda áratugnum var smíði orlofshúsa fyrir verkalýðsfélögin á Illugastöðum í Fnjóskadal. Síðan þá hefur mikið vatn hefur runnið til sjávar. Ef stiklað er á stóru á tæplega 50 ára sögu Tréverks eru helstu verkefnin á Eyjafjarðarsvæðinu t.d. Ráðhúsið á Dalvík, skrifstofu- og verksmiðjuhús fyrir Sæplast á Dalvík, Dalvíkurskóli, Svarfdælabúð, Íþróttahús við Síðuskóla á Akureyri, stækkun við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri og ýmsir verkþættir í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi Akureyri. 2300fm viðbygging við Háskólann á Akureyri við Sólborg. 2000fm íþróttahús á Dalvík, breytingar á húsnæði Icelandair Hotels á Akureyri sem áður hýsti Háskólann á Akureyri og síðast en ekki síst reisti Tréverk lúxushótelið að Deplum í Fljótum í Skagafirði.
Fyrir utan stærri verkefni hefur fyrirtækið fullklárað fjölda einbýlis- og fjölbýlishúsa á svæðinu bæði á eigin vegum, fyrir Búseta og aðra, ásamt ýmsum viðhaldsverkefnum fyrir stærri útgerðar- og iðnfyrirtæki.
Eitt af eftirminnilegustu verkum sem fyrirtækið hefur skilað af sér er bygging Menningarhússins í miðbæ Dalvíkur á árunum 2007-2009. Sparisjóður Svarfdæla byggði húsið og gaf íbúum byggðarlagsins. Húsið er mjög sérstætt að allri gerð, stór bogaveggur að mestu úr gleri er aðaleinkenni hússins og öll efri hæð er með bogadregnum línum, en útlínurnar eiga að draga, í heild sinni, dám af einu laufi sparisjóðssmárans. Húsið er hið glæsilegasta og prýðir ásýnd bæjarins. Byggingaferlið krafðist verkfræðilegrar nákvæmni og mikilla útreikninga á byggingastað.
Jafnlaunakerfi Tréverks byggir á staðli ÍST85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun. Tilgangur og markmið jafnréttisstefnu Tréverks er að stuðla að jafnrétti allra kynja í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt þeirra og að fylgja þeirri meginreglu að öllum kynjum séu greidd jöfn laun og að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Stefnan nær til alls starfsfólks Tréverks.
Tréverk leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika alls starfsfólks þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs njóti sín sem best og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna Tréverks er að vera vinnustaður þar sem öll eru metin að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu og að öll hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni.
Ytri þættir sem geta haft áhrif á launasetningu eru gildandi kjarasamningar, lög og reglur, launaþróun á markaði, þar undir er einnig litið til starfs, þekkingar, reynslu, menntunar og lífaldurs.
Tréverk fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
Framkvæmdastjóri er eigandi jafnlaunakerfisins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð rekstri jafnlaunakerfisins, þ.e.skjalfestingu, innleiðingu, umbótum og framkvæmd ásamt því að sjá til þess að stefnunni og jafnlaunakerfinu í heild sé viðhaldið, það rýnt og endurskoðað. Þá ber Framkvæmdastjóri ábyrgð á að rýni á árangri jafnlaunakerfisins sé framkvæmd árlega og að brugðist sé við ef þarf. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að öll gögn sem rýna á liggji fyrir þegar kemur að árlegri rýni.
Stjórnendur Tréverks skuldbinda sig til að framfylgja og bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum jafnlaunakerfisins.
Hafir þú einhverjar athugasemdir eða fyrirspurnir vegna jafnlaunastefnunnar þá getur þú smellt hér.
Framkvæmdastjóri
897-6415
Bjorn@treverk.is
Yfirverkstjóri
864-8415
Verkstjóri
869-2839
Verkstjóri
661-7680
Verkstjóri
865-5365
Verkstjóri
866-9407
Fjármála & skrifstofustjóri
662-2013
bogi@treverk.is
Skrifstofa
691-1473
runar@treverk.is
Smiður
Smiður
Smiður
Smiður
Vélamaður
Smiður
Smiður
Smiður
Vélamaður
Smiður
Smiður
Smiður
Smiður
Verkamaður
Nemi
Nemi
Verkamaður
Nemi
Nemi
Ræstingar
Nemi
Tréverk ehf.
Hafðu samband