Framkvæmdir ganga vel hjá Tréverk við uppbyggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur. Í dag 12. des var góða veðrið nýtt vel þar sem þakplatan var steypt með Steypustöð Dalvíkur.
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.