Tréverk ehf hefur hafið byggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur og ganga framkvæmdir vel. Byggingin er fyrir geymslu og viðgerðir á snjótroðurum og öðrum tækjum, ásamt skíðaleigu. Burðarvirki er steinsteypt og er niðurgrafinn að hluta. Grunnflötur er 385m² og byggingarreitur er 1329,5m².
Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.