Hafðu samband

466 1250

treverk@treverk.is

logo

Núverandi verkefni

1. nóvember 2024
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 29. október 2024
Tréverk ehf hefur hafið byggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur og ganga framkvæmdir vel. Byggingin er fyrir geymslu og viðgerðir á snjótroðurum og öðrum tækjum, ásamt skíðaleigu. Burðarvirki er steinsteypt og er niðurgrafinn að hluta. Grunnflötur er 385m² og byggingarreitur er 1329,5m². 
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 6. ágúst 2024
Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 6. ágúst 2024
Síðan í vor hefur Tréverk ehf staðið að framkvæmdum við Sjafnarstíg 3 á Akureyri, einning þekkt sem Oddfellow húsið. Framkvæmdum á húsinu fela meðal annars í sér stækkanir á þreimur stöðum við núverandi hús og einnig eru smávægilegar breytingar innandyra. Mikil áhersla er á að stækkanir séu í sama stíl og núverandi hús og ná stækkunirnar yfir báðar hæðar. Stefnt er að því að gera húsið fokhellt í lok árs 2024. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og Verkís.
6. ágúst 2024
Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
Sýna fleiri

Eldri verkefni

1. nóvember 2024
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 29. október 2024
Tréverk ehf hefur hafið byggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur og ganga framkvæmdir vel. Byggingin er fyrir geymslu og viðgerðir á snjótroðurum og öðrum tækjum, ásamt skíðaleigu. Burðarvirki er steinsteypt og er niðurgrafinn að hluta. Grunnflötur er 385m² og byggingarreitur er 1329,5m². 
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 6. ágúst 2024
Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.
6. ágúst 2024
Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 1. ágúst 2024
Húsið var byggt á árunum 2022-2023. Húsið er 2.hæða steinsteypt fjölbýlishús með 6 íbúðum 600,5 m2 eða 1.869,6 m3 brúttó. Húsið var byggt fyrir Búfesta.
31. júlí 2024
Tréverk hefur hafið byggingu á 7 íbúða húsi við Jóninnuhaga 6 á Akureyri. Stærð íbúða er frá 53 fm að 104 fm og eru sérstaklega hannaðar með hagkvæmi í huga.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 30. júlí 2024
Tréverk hyggst byggja parhús við Hringtún 11 á næstu mánuðum. Hér má sjá útlit og afstöðumynd af fyrirhugaðri byggingu.
29. júlí 2024
Tréverk er með í byggingu raðhús við Hringtún 9 og er þær komnar í sölu. Áhugasamir geta haft samband við Björn hjá Fasteignasölunni Byggð, bjorn@byggd.is eða í síma 464-9950.
16. nóvember 2018
Nú eru hafnar framkvæmdir við nýbyggingu raðhúss og parhúsa við Hringtún á Dalvík. Byrjað var á 3 íbúða raðhúsi við Hringtún 9 og fyrsta steypa á sökklum 16 nóvember. H9_A-102_181016
Eftir Adam Elí Inguson 21. apríl 2017
Þann 19 apríl s.l. var hafist handa við uppbyggingu 7 íbúða við Kirkjuveg. Þarna verða byggðar fimm 72 fermetra íbúðir og tvær 85 fermetra íbúðir. Íbúðirnar eru hannaðar af arkitektastofunni AVH ehf.
22. febrúar 2017
Síðasta haust hóf Tréverk ehf. byggingu á þremur 16 íbúða húsum við Austurbrú á Akureyri. Húsin verða þrjár hæðir og kjallari. Einnig fylgir bílakjallari með hverju húsi. Íbúðir í húsunum eru 60-130 fm og áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði afhentar næsta haust. Tréverk er verktaki við bygginguna.
1. ágúst 2016
17 íbúðir í fjölbýlishúsi við Ásatún í Naustahverfi á Akureyri. Afhent í sumarlok 2016.
31. júlí 2016
Deplar í Fljótum í Skagafirði er 2600fm2 glæsihótel, byggt af Tréverk 2014-2015.
30. júlí 2016
Krílakot er leikskóli á Dalvík. Tréverk ehf. reisti 450fm viðbyggingu við skólann sem var vígð í byrjun ágúst 2016.
31. júlí 2014
Stórt og glæsilegt fjós byggt á Hóli í Svarfaðardal. Steyptur var kjallari og þar ofan á reist stálgrindarhús úr einingum. Alls um 860 fermetrar að stærð. Húsið tekið í notkun vorið 2014. 
31. júlí 2013
Hringlaga steyptur vatnstankur við verksmiðju Becromal á Akureyri. Lítið dæluhús smíðað við hlið tanksins. Tankurinn svo klæddur að utan.  Afhent og tekið í notkun 2012.
30. janúar 2013
Innanhúsbreytingar í Sýslumannshúsinu á Akureyri, Hafnarstræti 107. Afhent í áföngum 2012-2013.
4. ágúst 2012
Raðhúsíbúðir á gömlu Bergþórshvols lóðinni miðsvæðis á Dalvík. Íbúðirnar eru þrjár allar með innbyggðum bílskúr.  Afhent og tekið í notkun 2012.
3. ágúst 2012
Viðbygging við verksmiðju Prómens á Dalvík. Nýr vinnslusalur byggður utan um nýjan ofn sem Prómens tók í notkun.  Vinnslugeta Prómens jóskst til muna við nýju bygginguna. Afhent og tekið í notkun árið 2012.
2. ágúst 2012
Tvö parhús við Sómatún á Akureyri. Fullbúnar, fallegar 4 herbergja íbúðir á flottum stað í Naustahverfi á Akureyri. Afhent 2012.
31. júlí 2012
Innanhús endurbætur og viðbygging við Árskógsskóla. Ný forstofa, betra aðgengi fyrir börn og fatlaða ásamt ýmsum lagfæringum innandyra.  Afhent og tekið í notkun 2012.
31. júlí 2011
Endurbætur og stækkun á húsnæði Icelandair Hótels við Þingvallastræti á Akureyri sem áður hýsti Háskólann á Akureyri. Byggt var ofan á húsið og miklar lagfæringar gerðar í kringum það.  Afhent og tekið í notkun 2011.
31. júlí 2010
Ný og glæsileg Íþróttamiðstöð byggð á Dalvík. Gjörbreytti íþróttastarfsemi í allri Dalvíkurbyggð ásamt stórbættu aðgengi í Sundlaug Dalvíkur.  Afhent og tekið í notkun 2010.
31. júlí 2010
Glæsileg nýbygging við 4. áfanga í Háskólanum á Akureyri. Gífurleg stækkun fyrir vaxandi starfsemi í Háskólanum á Akureyri. Einnig ýmsar innanhús lagfæringar á eldra húsnæði.  Afhent og tekið í notkun 2010.
31. júlí 2009
Eitt minnistæðasta verkið í sögu Tréverks. Menningarhúsið Berg í Dalvíkurbyggð er glæsileg nýbygging á flottum stað miðsvæðis á Dalvík og hýsir m.a. fjölnota sal þar sem viðburðir eru tíðir, kaffihús/matsölustað og bókasafn bæjarins. Mikil traffík er í gegnum húsið á hverjum degi, en heimamenn og gestir nýta húsið vel.  Afhent og tekið í notkun 2009.
31. júlí 2008
Fallegar raðhúsaíbúðir sem standa í grennd við dvalarheimili aldraðra Dalbæ á Dalvík og Ráðhúsið á Dalvík. Falleg raðhús sem koma vel út og passa vel inn í umhverfið.  Afhent og tekið í notkun í áföngum árið 2008
31. júlí 2007
Nýbygging við leikskólann Krílakot í Dalvíkurbyggð. Flott stækkun undir starfsemi þeirra ásamt innanhúsbreytingum. Afhent og tekið í notkun 2007.
31. júlí 2006
Nýbygging fyrir Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri. Glæsileg og vel heppnuð bygging sem stórbreytti aðstöðu á Hlíð.  Afhent og tekið í notkun 2006.
31. júlí 2005
Stöðvarhús fyrir Norðurorku sem stendur niðri við Glerá á Akureyri. Flott og skemmtileg bygging sem fáir vita af og taka eftir. Afhent og tekið í notkun 2005.
Share by: