Hafðu samband

466 1250

treverk@treverk.is

logo
Tréverk byggir skólahúsnæði á Siglufirði

Samið hefur verið við Tréverk ehf. um að stækka skólahúsnæði við Norðurgötu 10 á Siglufirði. Byggingin er tveggja hæða steinsteypt hús, samtals 465 fermetrar.

Framkvæmdir hefjast í byrjun febrúar og eru áætluð verklok 15. Ágúst 2014.


Til þess að það gangi upp þurfa aðstæður að vera góðar í vetur því uppsteypa þarf að fara fram núna yfir vetrarmánuðina og verkið þarf að vinnast nokkuð hratt og örugglega.

Það eru ár og dagar síðan tveir byggingakranar hafa verið á lofti á Siglufirði, en eins og komið hefur fram í fréttum eru framkvæmdir hafnar við byggingu 70 herbergja hótels á Siglufirði og eru það fyrst og fremst heimamenn sem koma að því verkefni.


1. nóvember 2024
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 29. október 2024
Tréverk ehf hefur hafið byggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur og ganga framkvæmdir vel. Byggingin er fyrir geymslu og viðgerðir á snjótroðurum og öðrum tækjum, ásamt skíðaleigu. Burðarvirki er steinsteypt og er niðurgrafinn að hluta. Grunnflötur er 385m² og byggingarreitur er 1329,5m². 
Fleiri færslur
Share by: