Óskar Pálmason starfslok

Nú á dögunum lét Óskar Pálmason af störfum hjá Tréverki eftir rúmlega 53 ára starf. Á þeim tíma hefur hann að einhverju leyti komið að byggingu eða viðhaldi meirihluta af húsnæði í Dalvíkurbyggð. Boðið var upp á tertu í tilefni dagsins og fékk Óskar að sjálfsögðu að skera fyrstu sneiðina.



Tréverk ehf þakkar Óskari fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.


Eftir Rúnar Helgi Björnsson 16. október 2025
Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.
1. nóvember 2024
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.
Fleiri færslur