Jóninnuhagi 6 Akureyri

Jóninnuhagi 6 Akureyri

Tréverk hefur hafið byggingu á 7 íbúða húsi við Jóninnuhaga 6 á Akureyri. Stærð íbúða er frá 53 fm að 104 fm og eru sérstaklega hannaðar með hagkvæmi í huga.

Hringtún 11

Hringtún 11

Tréverk hyggst byggja parhús við Hringtún 11 á næstu mánuðum. Hér má sjá útlit og afstöðumynd af fyrirhugaðri byggingu.

Óskar Pálmason starfslok

Óskar Pálmason starfslok

Nú á dögunum lét Óskar Pálmason af störfum hjá Tréverki eftir rúmlega 53 ára starf.  Á þeim tíma hefur hann að einhverju leyti komið að byggingu eða viðhaldi meirihluta af húsnæði í Dalvíkurbyggð. Boðið var upp á tertu í tilefni dagsins og fékk Óskar að sjálfsögðu að skera fyrstu sneiðina.

Tréverk ehf þakkar Óskari fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

 

Íbúðir við Kirkjuveg

Íbúðir við Kirkjuveg

Þann 19 apríl s.l. var hafist handa við uppbyggingu 7 íbúða við Kirkjuveg. Þarna verða byggðar fimm 72 fermetra íbúðir og tvær 85 fermetra íbúðir. Íbúðirnar eru hannaðar af arkitektastofunni AVH ehf.

 

Sundlaug Dalvíkur

Sundlaug Dalvíkur

Sundlaug Dalvíkur

Föstudaginn 10 mars skrifuðu Björn Friðþjófsson, fyrir hönd Tréverks ehf og Bjarni Th. Bjarnason, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, undir samning um viðgerðir og endurbætur á Sundlaug Dalvíkur. Verkið hefst 27 mars n.k. og áætluð verklok eru 18 júlí.

Tréverk byggir þrjú fjölbýlishús við Austubrú á Akureyri

Tréverk byggir þrjú fjölbýlishús við Austubrú á Akureyri

Síðasta haust hóf Tréverk ehf. byggingu á þremur 16 íbúða húsum við Austurbrú á Akureyri. Húsin verða þrjár hæðir og kjallari. Einnig fylgir bílakjallari með hverju húsi. Íbúðir í húsunum eru 60-130 fm og áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði afhentar næsta haust. Tréverk er verktaki við bygginguna.

 

 

Deplar

Deplar

deplar2 deplar1 deplar3

 

Deplar í Fljótum í Skagafirði er 2600fm2 glæsihótel, byggt af Tréverk 2014-2015.

Krílakot

Krílakot

krilakot

Krílakot er leikskóli á Dalvík. Tréverk ehf. reisti 450fm viðbyggingu við skólann sem var vígð í byrjun ágúst 2016.

Hóll Svarfaðardalur – Fjós

Hóll Svarfaðardalur – Fjós

holl

Stórt og glæsilegt fjós byggt á Hóli í Svarfaðardal. Steyptur var kjallari og þar ofan á reist stálgrindarhús úr einingum. Alls um 860 fermetrar að stærð.

Húsið tekið í notkun vorið 2014.

Becromal – Vatnstankur

Becromal – Vatnstankur

becromal

Hringlaga steyptur vatnstankur við verksmiðju Becromal á Akureyri. Lítið dæluhús smíðað við hlið tanksins. Tankurinn svo klæddur að utan.
Afhent og tekið í notkun 2012.