Stórt og glæsilegt fjós byggt á Hóli í Svarfaðardal. Steyptur var kjallari og þar ofan á reist stálgrindarhús úr einingum. Alls um 860 fermetrar að stærð.
Hóll Svarfaðardalur – Fjós

Hringlaga steyptur vatnstankur við verksmiðju Becromal á Akureyri. Lítið dæluhús smíðað við hlið tanksins. Tankurinn svo klæddur að utan.
Afhent og tekið í notkun 2012.
Innanhúsbreytingar í Sýslumannshúsinu á Akureyri, Hafnarstræti 107.
Afhent í áföngum 2012-2013
Raðhúsíbúðir á gömlu Bergþórshvols lóðinni miðsvæðis á Dalvík. Íbúðirnar eru þrjár allar með innbyggðum bílskúr.
Afhent og tekið í notkun 2012.
Viðbygging við verksmiðju Prómens á Dalvík. Nýr vinnslusalur byggður utan um nýjan ofn sem Prómens tók í notkun. Vinnslugeta Prómens jóskst til muna við nýju bygginguna.
Afhent og tekið í notkun árið 2012.
Tvö parhús við Sómatún á Akureyri. Fullbúnar, fallegar 4 herbergja íbúðir á flottum stað í Naustahverfi á Akureyri.
Afhent 2012.
Innanhús endurbætur og viðbygging við Árskógsskóla. Ný forstofa, betra aðgengi fyrir börn og fatlaða ásamt ýmsum lagfæringum innandyra.
Afhent og tekið í notkun 2012.
Endurbætur og stækkun á húsnæði Icelandair Hótels við Þingvallastræti á Akureyri sem áður hýsti Háskólann á Akureyri. Byggt var ofan á húsið og miklar lagfæringar gerðar í kringum það.
Afhent og tekið í notkun 2011.
Ný og glæsileg Íþróttamiðstöð byggð á Dalvík. Gjörbreytti íþróttastarfsemi í allri Dalvíkurbyggð ásamt stórbættu aðgengi í Sundlaug Dalvíkur.
Afhent og tekið í notkun 2010.
Glæsileg nýbygging við 4. áfanga í Háskólanum á Akureyri. Gífurleg stækkun fyrir vaxandi starfsemi í Háskólanum á Akureyri. Einnig ýmsar innanhús lagfæringar á eldra húsnæði.
Afhent og tekið í notkun 2010.
Eitt minnistæðasta verkið í sögu Tréverks. Menningarhúsið Berg í Dalvíkurbyggð er glæsileg nýbygging á flottum stað miðsvæðis á Dalvík og hýsir m.a. fjölnota sal þar sem viðburðir eru tíðir, kaffihús/matsölustað og bókasafn bæjarins.
Mikil traffík er í gegnum húsið á hverjum degi, en heimamenn og gestir nýta húsið vel.
Afhent og tekið í notkun 2009.
Fallegar raðhúsaíbúðir sem standa í grennd við dvalarheimili aldraðra Dalbæ á Dalvík og Ráðhúsið á Dalvík. Falleg raðhús sem koma vel út og passa vel inn í umhverfið.
Afhent og tekið í notkun í áföngum árið 2008.
Nýbygging við leikskólann Krílakot í Dalvíkurbyggð. Flott stækkun undir starfsemi þeirra ásamt innanhúsbreytingum.
Afhent og tekið í notkun 2007
Nýbygging fyrir Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri. Glæsileg og vel heppnuð bygging sem stórbreytti aðstöðu á Hlíð.
Afhent og tekið í notkun 2006.
Stöðvarhús fyrir Norðurorku sem stendur niðri við Glerá á Akureyri. Flott og skemmtileg bygging sem fáir vita af og taka eftir.
Afhent og tekið í notkun 2005.