Óskar Pálmason starfslok

Nú á dögunum lét Óskar Pálmason af störfum hjá Tréverki eftir rúmlega 53 ára starf.  Á þeim tíma hefur hann að einhverju leyti komið að byggingu eða viðhaldi meirihluta af húsnæði í Dalvíkurbyggð. Boðið var upp á tertu í tilefni dagsins og fékk Óskar að sjálfsögðu að skera fyrstu sneiðina.

Tréverk ehf þakkar Óskari fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.