Núverandi verkefni

Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.

Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.

Síðan í vor hefur Tréverk ehf staðið að framkvæmdum við Sjafnarstíg 3 á Akureyri, einning þekkt sem Oddfellow húsið. Framkvæmdum á húsinu fela meðal annars í sér stækkanir á þreimur stöðum við núverandi hús og einnig eru smávægilegar breytingar innandyra. Mikil áhersla er á að stækkanir séu í sama stíl og núverandi hús og ná stækkunirnar yfir báðar hæðar. Stefnt er að því að gera húsið fokhellt í lok árs 2024. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og Verkís.

Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
Eldri verkefni

Tréverk hefur hafið framkvæmdir við tvö ný glæsileg parhús við Svarfaðarbraut á Dalvík, þar sem rísa munu samtals fjórar íbúðir. Húsin munu standa við Svarfaðarbraut 19–21 og 23–25 og eru einnar hæðar byggingar með bílskúr og verönd. Íbúðirnar við Svarfaðarbraut 19–21 eru um 140 m² að stærð, en íbúðirnar við 23–25 eru 152 m². Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar, með tveimur svefnherbergjum, alrými, baðherbergi og þvottahúsi með tengingu við bílskúr. Húsin eru hönnuð af Kollgátu arkitektum og eru uppsteypt með álklæðningu í ljósum lit og viðarklæðningu sem setur hlýjan svip á húsin. Aðkoma og bílastæði verða upphituð með snjóbræðslukerfi, og gert er ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílskúra. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að íbúðirnar verði til afhendingar í lok næsta árs. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.

Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.

Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.

Eitt minnistæðasta verkið í sögu Tréverks. Menningarhúsið Berg í Dalvíkurbyggð er glæsileg nýbygging á flottum stað miðsvæðis á Dalvík og hýsir m.a. fjölnota sal þar sem viðburðir eru tíðir, kaffihús/matsölustað og bókasafn bæjarins. Mikil traffík er í gegnum húsið á hverjum degi, en heimamenn og gestir nýta húsið vel. Afhent og tekið í notkun 2009.


























