Hafðu samband

466 1250

treverk@treverk.is

logo

Deplar í Fljótum í Skagafirði er 2600fm2 glæsihótel, byggt af Tréverk 2014-2015.

Verkefni

1. nóvember 2024
Tréverk ehf hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjölbýlishús við Dvergaholt 1 á Akureyri. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum. Áætluð verklok eru vorið 2026.
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 29. október 2024
Tréverk ehf hefur hafið byggingu vélageymslu fyrir Skíðafélag Dalvíkur og ganga framkvæmdir vel. Byggingin er fyrir geymslu og viðgerðir á snjótroðurum og öðrum tækjum, ásamt skíðaleigu. Burðarvirki er steinsteypt og er niðurgrafinn að hluta. Grunnflötur er 385m² og byggingarreitur er 1329,5m². 
Eftir Rúnar Helgi Björnsson 6. ágúst 2024
Fyrr á þessu ári hóf Tréverk framkvæmdir fyrir Jökul ehf við Aðalgötu 14 á Ólafsfirði. Húsið er tekið allt í gegn og breytt í hótel. Húsið er á fjórum hæðum, Tréverk innréttir tvær efstu hæðirnar með 7 gisti einingum, veitingasal á jarðhæð og heilsulind í kjallara. Breytingarnar eru hannaðar af AVH og eru áætluð verklok vorið 2025.
6. ágúst 2024
Tréverk ehf hefur síðustu tvö ár unnið í endurbótum og viðbyggingu í Glerárskóla. Verkið fól í sér heildar endurbætur á A-álmu Glerárskóla ásamt viðbyggingu í innigörðum og úti mannvirkja. Verkið er nú full unnið og eru nemendur komnir í nýjar stofur í A-álmu. Framkvæmdir utanhúss voru einning kláraðar nú á haust dögum.
31. júlí 2024
Tréverk hefur hafið byggingu á 7 íbúða húsi við Jóninnuhaga 6 á Akureyri. Stærð íbúða er frá 53 fm að 104 fm og eru sérstaklega hannaðar með hagkvæmi í huga.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 30. júlí 2024
Tréverk hyggst byggja parhús við Hringtún 11 á næstu mánuðum. Hér má sjá útlit og afstöðumynd af fyrirhugaðri byggingu.
Skoða fleiri

Tilkynningar

1. október 2022
Þann 1. október 2022 eru 60 ár liðin frá því Tréverk ehf. var stofnað. Á þessum sex áratugum hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er ekki ofsögum sagt að vöxtur þess og viðgangur sé samofinn sögu Dalvíkurbyggðar. Þar hefur frá upphafi verið þungamiðja fyrirtækisins en á síðari árum hefur það einnig tekið að sér stór verkefni í nágrannabyggðum. Mikill meirihluta verkefna Tréverks frá stofnun fyrirtækisins hefur verið á Norðurlandi, frá Fljótum og austur í Þingeyjarsýslur, en einnig má nefna viðamikil verkefni austur á Reyðarfirði.
28. mars 2022
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn hittust í kaffinu til að fagna afmæli Tréverks og gerðu kökunum góð skil.
16. apríl 2021
Tréverk hefur lokið uppsteypu á sökklum fyrir nýja verslun Húsasmiðjunnar við Freyjunes á Akureyri. Á næstu vikum verður reist glæsilegt verslunarhúsnæði ofan á þessa sökkla.

Saga fyrirtækisins


Tréverk hefur alveg frá upphafi tekið að sér nýbyggingasmíð á útboðsmarkaði ásamt breytingum og viðhaldi á eldri fasteignum. Jafnframt hefur fyrirtækið byggt íbúðir á eigin reikning og rekið trésmíðaverkstæði í höfuðtöðvum fyrirtækisins að Grundargötu 8-10.


Starfsemin hefur verið mjög farsæl í gegnum árin, enda reksturinn farið fram á sömu kennitölunni alveg frá upphafi. Tréverk hefur ávallt reynt að þekkja sín takmörk, sniðið sér stakk eftir vexti og eingöngu tekist á við þau verk sem henta fyrirtækinu hverju sinni.

Lesa meira
Share by: