Tréverk byggir skólahúsnæði á Siglufirði

TreverkSamið hefur verið við Tréverk ehf. um að stækka skólahúsnæði við Norðurgötu 10 á Siglufirði. Byggingin er tveggja hæða steinsteypt hús, samtals 465 fermetrar.
Framkvæmdir hefjast í byrjun febrúar og eru áætluð verklok 15. Ágúst 2014.

Til þess að það gangi upp þurfa aðstæður að vera góðar í vetur því uppsteypa þarf að fara fram núna yfir vetrarmánuðina og verkið þarf að vinnast nokkuð hratt og örugglega.
Það eru ár og dagar síðan tveir byggingakranar hafa verið á lofti á Siglufirði, en eins og komið hefur fram í fréttum eru framkvæmdir hafnar við byggingu 70 herbergja hótels á Siglufirði og eru það fyrst og fremst heimamenn sem koma að því verkefni.