Myndir frá 30 ára afmæli Tréverks

Búið er að setja hér inn á heimasíðuna myndir sem teknar voru af starfsmönnum fyrirtækisins í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins.

Hægt er að sjá myndirnar með því að fara inn í dálkinn “Um Tréverk” og velja þar myndir frá 30 ára afmæli Tréverks.
Einnig er hægt að SMELLA HÉR til að skoða myndirnar

Gaman er að skoða þessar myndir og má sjá á mörgum þeirra að sumt hefur lítið breyst.

skar2

Tréverk byggir skólahúsnæði á Siglufirði

TreverkSamið hefur verið við Tréverk ehf. um að stækka skólahúsnæði við Norðurgötu 10 á Siglufirði. Byggingin er tveggja hæða steinsteypt hús, samtals 465 fermetrar.
Framkvæmdir hefjast í byrjun febrúar og eru áætluð verklok 15. Ágúst 2014.

Til þess að það gangi upp þurfa aðstæður að vera góðar í vetur því uppsteypa þarf að fara fram núna yfir vetrarmánuðina og verkið þarf að vinnast nokkuð hratt og örugglega.
Það eru ár og dagar síðan tveir byggingakranar hafa verið á lofti á Siglufirði, en eins og komið hefur fram í fréttum eru framkvæmdir hafnar við byggingu 70 herbergja hótels á Siglufirði og eru það fyrst og fremst heimamenn sem koma að því verkefni.

Framkvæmdir á Deplum

TreverkUndanfarandi vikur hafa framkvæmdir á Deplum í Fljótum gengið vel þrátt fyrir mikinn snjóalög. Verið er að byggja upp húsnæði fyrir ferðaþjónustu með áherslu á ýmiskonar útivist.
Uppsteypa á millibyggingu og frágangur þaks er að mestu lokið og búið er að steypa sökkul undir nýtt gistihús. Á næstu vikum verðu timburhús reist á sökklinum og frágangur innanhús í því húsi hefst þegar búið er að loka húsinu.

Áætlað er að halda áfram uppbyggingu á þessum svæði næsta sumar og svæðið verði fullbyggt snemma árs 2015.

Uppsteypu að ljúka í Sómatúni

TreverkUppsteypu á 10 íbúðar húsi sem Tréverk er með í byggingu þessa daganna fer nú senn að ljúka. Húsið er farið að taka flotta mynd á sig og gengur verkefnið vel.

Vinna við glugga og þak er svo næst á dagskrá þegar steypuvinnan er mest öll frá.

Áætlað er að íbúðirnar séu klárar til afhendingu í lok þessa árs.

Íbúðirnar eru til sölu á flottu verði. Við bendum fólki á að afla sér nánari upplýsinga hjá Fasteignasölunni Byggð.

Hóll Svarfaðardalur – Fjós

Hóll Svarfaðardalur – Fjós

holl

Stórt og glæsilegt fjós byggt á Hóli í Svarfaðardal. Steyptur var kjallari og þar ofan á reist stálgrindarhús úr einingum. Alls um 860 fermetrar að stærð.

Húsið tekið í notkun vorið 2014.

Becromal – Vatnstankur

Becromal – Vatnstankur

becromal

Hringlaga steyptur vatnstankur við verksmiðju Becromal á Akureyri. Lítið dæluhús smíðað við hlið tanksins. Tankurinn svo klæddur að utan.
Afhent og tekið í notkun 2012.

Hafnarstræti 107

Hafnarstræti 107

syslumadur
Innanhúsbreytingar í Sýslumannshúsinu á Akureyri, Hafnarstræti 107.
Afhent í áföngum 2012-2013

Goðabraut á Dalvík – Raðhús

Goðabraut á Dalvík – Raðhús

godabraut
Raðhúsíbúðir á gömlu Bergþórshvols lóðinni miðsvæðis á Dalvík. Íbúðirnar eru þrjár allar með innbyggðum bílskúr.

Afhent og tekið í notkun 2012.

Prómens Dalvík – Viðbygging

Prómens Dalvík – Viðbygging

saeplast
Viðbygging við verksmiðju Prómens á Dalvík. Nýr vinnslusalur byggður utan um nýjan ofn sem Prómens tók í notkun. Vinnslugeta Prómens jóskst til muna við nýju bygginguna.

Afhent og tekið í notkun árið 2012.

Árskógsskóli – Viðbygging

Árskógsskóli – Viðbygging

arskogarskoli
Innanhús endurbætur og viðbygging við Árskógsskóla. Ný forstofa, betra aðgengi fyrir börn og fatlaða ásamt ýmsum lagfæringum innandyra.

Afhent og tekið í notkun 2012.

Icelandair Hótel – Akureyri

Icelandair Hótel – Akureyri

icelandair
Endurbætur og stækkun á húsnæði Icelandair Hótels við Þingvallastræti á Akureyri sem áður hýsti Háskólann á Akureyri. Byggt var ofan á húsið og miklar lagfæringar gerðar í kringum það.

Afhent og tekið í notkun 2011.

Íþróttamiðstöðin á Dalvík

Íþróttamiðstöðin á Dalvík

ithrottahus-dalvik
Ný og glæsileg Íþróttamiðstöð byggð á Dalvík. Gjörbreytti íþróttastarfsemi í allri Dalvíkurbyggð ásamt stórbættu aðgengi í Sundlaug Dalvíkur.

Afhent og tekið í notkun 2010.

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri

haskolinn
Glæsileg nýbygging við 4. áfanga í Háskólanum á Akureyri. Gífurleg stækkun fyrir vaxandi starfsemi í Háskólanum á Akureyri. Einnig ýmsar innanhús lagfæringar á eldra húsnæði.

Afhent og tekið í notkun 2010.

Menningarhúsið Berg

Menningarhúsið Berg

berg
Eitt minnistæðasta verkið í sögu Tréverks. Menningarhúsið Berg í Dalvíkurbyggð er glæsileg nýbygging á flottum stað miðsvæðis á Dalvík og hýsir m.a. fjölnota sal þar sem viðburðir eru tíðir, kaffihús/matsölustað og bókasafn bæjarins.
Mikil traffík er í gegnum húsið á hverjum degi, en heimamenn og gestir nýta húsið vel.

Afhent og tekið í notkun 2009.